Hvaða rugl er þetta?

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness skrifar:

Ég skal fús­lega viður­kenna að ég skil ekki orð for­seta ASÍ í fréttum á RÚV í gær, um að Lífs­kjara­samningurinn hafi verðið mjög hóf­samir, ég skal hins vegar fús­lega viður­kenna að þeir voru hóf­legir fyrir tekju­hæstu hópana. Á­stæðan var að í Lífs­kjara­samningum var horfið frá því að semja um prósentu­hækkanir í stað þess var ein­göngu samið um krónu­tölu­hækkanir og ekki bara það heldur fékk tekju­lægsta fólkið á vinnu­markaði hærri krónu­tölu­hækkanir, en fólk sem ekki tekur laun eftir launa­töxtum.

Ég hef áður sagt og segi enn og aftur að prósentu­hækkanir er afl­gjafi mis­skiptingar, ó­rétt­lætis og gerir ekkert annað en að auka ó­jöfnuð á ís­lenskum vinnu­markaði.

For­seti ASÍ sagði einnig að Lífs­kjara­samningarnir hafi ekki verið hinir „stóru samningar“ og hluti af þeim var að ef það yrði hag­vöxtur þá myndi koma á­kveðnar launa­hækkanir gegn lægri krónu­tölum. Svo segir for­seti ASÍ launa­fólk sé að taka „skellinn“ í gegnum sína kjara­samninga sem eru í gildi!

Hvað rugl er þetta, og það er eins og for­seti ASÍ þekki ekki Lífs­kjara­samninginn, en þar var samið um hæstu krónu­tölu­hækkanir sem gerðar hafa verið í marga ára­tugi til handa lág­tekju­fólki. Öll á­hersla í síðustu samningum miðaði að því að stíga þétt og kröftug skref í að lag­færa kjör þeirra sem höllustum fæti standa á ís­lenskum vinnu­markaði.

Það hefur aldrei verið samið um svona krónu­tölu­hækkanir handa tekju­lægstu hópunum, en meðal­tals hækkun á hverju ári er um 23.000 á ári en frá árinu 2000 hafa lægstu taxtar hækkað nú­virt um 15.000 kr. að meðal­tali á ári.

Þessu til við­bótar var samið um hag­vaxtar­aukann sem ætti að geta gefið allt að 13.500 kr. til við­bótar þessum krónu­tölu­hækkunum, en vissu­lega sá enginn fyrir Kórónu­far­aldurinn og af­leiðingarnar sem hann hefði á efna­hags­kerfið og vinnu­markaðinn í heild sinni.

Lífs­kjara­samningurinn gerði einnig ráð fyrir að hægt yrði að auka ráð­stöfunar­tekjur launa­fólks og heimilanna t.d. með því að stýri­vextir myndu lækka og gert var ráð fyrir í lífs­kjara­samningum að þeir myndu lækka um allt að 2% en í dag hafa þeir hins vegar lækkað um 3,5% og eru núna einungis 1%.

Þúsundir heimila hafa endur­fjár­magnað sig og lækkað greiðslu­byrðina hjá sér og það jafn­vel um tugi þúsunda á mánuði. Þessu til við­bótar var mark­miðið að ná niður verð­bólgunni og þegar lífs­kjara­samningurinn var undir­ritaður var verð­bólgan 3,3% en er í dag 2,5% og hefur því lækkað um 0,8% sem þýðir að verð­tryggðar skuldir heimilanna eru 16 milljörðum lægri ef ekki hefði náðst að lækka verð­bólguna um þessi 0,8%.

Ég er alls ekki að segja að vinnu við að lag­færa kjör lág­tekju­fólks sé lokið og það nema síður sé, en það er morgun­ljóst að lífs­kjara­samningurinn var já­kvætt skref í þeirri lag­færingu og við eigum eftir að taka mörg skef til við­bótar til að lag­færa kjör lág­tekju­fólks.

Þeirri vinnu og bar­áttu lýkur aldrei en að for­seti ASÍ skuli ýja að því að lág­tekju­fólk sé að taka skell vegna líf­kjara­samningsins lýsir yfir­grips mikilli van­þekkingu á inni­haldi samningsins, enda byggðist hann á því að fanga tekju­lægsta fólkið á ís­lenskum vinnu­markaði um­fram hina tekju­hæstu. Kannski er for­seti ASÍ á móti þeirri nálgun!