Hýenurnar eru víða

Þær eru víða hýenurnar sem renna á blóð­s­lóðina. Virðast þær ein­stak­lega grimmar innan Sam­fylkingarinnar gagn­vart eigin fólki.

Þing­maður flokksins, Ágúst Ólafur Ágústs­son, gaf það í skyn í út­varps­þætti að for­sætis­ráð­herra væri strengja­brúða í höndum fjár­mála­ráð­herra, sem réði í raun öllu í ríkis­stjórninni.

Veit ekki betur en að margir aðrir innan Sam­fylkingarinnar hafi haldið sömu dellu sjónar­miðum á lofti.

En nú bregður svo við að Ágúst Ólafur er sakaður um kven­fyrir­litningu og annan slíkan ó­sóma, eins frá­leitt og það er. Það er eins og eigin flokks­menn hafi beðið á hliðar­línunni eftir tæki­færi til að slátra þing­manninum.

Í valda­bar­áttunni í Val­höll erum við eins og kór­drengir í saman­burði við þessi ó­sköp.