Hvað deyja margir?

Það var fyrir síðustu áramót sem fjárveitingarvaldið Alþingi, samþykkti einróma að veita viðbótar 150 milljónum til SÁÁ. Ég tel mig tala fyrir munn flestra þingmanna þar sem við vorum í þeirri góðu trú að við værum að veita aukafjármagni til SÁÁ svo draga mætti úr biðlistum inn á Vog.

Alþingismenn svo til allir vildu virkilega ná niður biðlistum og gera það sem í okkar valdi stóð til að sporna gegn gríðarlegum fjölda ótímabærra dauðsfalla unga fólksins okkar vegna ópíóðafíknar. Eftir langa bið var 2/3 hluta fjármagnsins veitt til göngudeilda SÁÁ, já nákvæmlega þeim var ekki treyst til að forgangsraða fjármununum þar sem þeirra var mest þörf.

Heilbrigðisráðherra og sjúkratryggingar Íslands vita þetta allt miklu betur, eða þannig. Það er s.s. meira forgangsmál að veita göngudeildarþjónustu en að taka á móti fárveiku fólki sem vill komast í meðferð strax. Hvað haldið þið t.d. að margir deyi á meðan þeir bíða eftir meðferðarúrræðum?