Hlutleysi er þá ekki boðlegt

Einu sinni var þriðja svið utanríkisstefnu Indlands að fá öll lönd til að hafna valdbeitingu og var þetta á sjötta áratug liðinar aldar þegar Jawaharlal Nehrú var  forsætisráðherra Indlands.

Stjórnmálaskýrendur telja nokkrar líkur á styrjöld í Bútan í Himalaja.

Markmið Indlands í tíð Nehrú var háleitt. Að gera grannríki Indlands óháð evrópsku og amerísku valdi.

Þar á meðal ef unnt væri að gera alþýðulýðveldið Kína óháð Sovét-Rússlandi. Þetta átti auðvitað líka af hefja Indland til forystu á heimsvísu.

Indland hefur æ ofan í æ orðið að breyta afstöðu sinni til alþýðulýðveldisins Kína en það land er að mati fjölmiðla á Indlandi óþreytandi við að færa yfirráðasvæði sitt alveg að landamærum Indlands.

Indland viðurkenndi á sínum tíma yfirráð Kína í Tíbet. Einnig voru Indverjar ötulir talsmenn þess að Kína fengi upptöku í Sameinuðu þjóðirnar.

Nú eru herveitir Indlands að búa sig undir að Frelsisher alþýðunnar hreki á brott indverskar hersveitir á landssdvæði sem tilheyrir Bútan í Himalaja.

Inverjar eru að vaknað til vitundar um hættuna af útþennslustefnu alþýðulýðveldisins Kína.

Indland stefnir samt hraðbyr í átt að örlagaríkiri reynslu sem eru sú að Frelsisher alþýðunnar kann að gersigra hersveitir Indlands í Bútan.  

Í seinni tíð hefur þess gætt að Indverjar líti með meiri skilningi en áður á viðhorf Vesturlanda og Asíuríkja og vantreysti meira en áður orðum Kínverja.

Ef Frelsisher alþýðunnar leggur til atlögu við Indverja í Doklam er hlutleysi Vesturlanda og Asíuþjóða ekki boðlegt skrifa dagblöð á Indlandi.

Stjórnmálaskýrendur á Indlandi eru reyndar á þeirri skoðun að Indland fái enga utanaðkomandi hjálp. 

Nánar www.hindustantimes.com  www.timesofindia.com www.news.cn/english

[email protected]