Hermann hreiðars selur

Hreiðar Hermannsson hefur sett í sölu Stracta Hótel, sem er að fullu í hans eigu. Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins.

Hótelið var opnað sumarið 2014 og var þá sonur Hreiðars, Her­mann Hreiðars­son fót­bol­takappi meðeigandi en hann hefur starfið við hótelreksturinn frá upphafi. Hreiðar segir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 milljarða króna.

Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi og tekur um 280 næturgesti. Hótelreksturinn og fasteignirnar eru til sölu en möguleiki er á stækkun upp í 340 herbergi. Áætlað er að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta verði rúmlega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlutfallið hafi aukist úr 56 prósent árið 2016 í 65 prósent árið 2017 sem sé dæmigerð nýting á Suðurlandi, segir í fréttinni og að Hreiðar sjái gott tækifæri á þessum tímapunkti að selja reksturinn.