Halla linker heimsótt

Saga Höllu Linker, ræðismanns Íslands í Los Angeles um átta ár skeið vakti mikla athygli þegar hún kom út á bók árið 1990. Hjónaband hennar við sjónvarpsmanninn Hal Linker og ferðalög um öll heimshorn vakti athygli þjóðarinnar á þessari konu sem hafði mikinn kjark og mikla þekkingaþörf svo úr varð mikil saga einnar konu. Halla var alin upp á Íslandi en heimurinn beið og áður en hún vissi hafði hún upplifað meira en hana hafði grunað að ætti að verða.

Hans Kristján Árnason fór ytra að ræða við Höllu árið 1987.

Með Hans Kristjáni gefa Ágúst Baldursson og tökumaður Guðmundur Kristjánsson okkur fágæta mynd af Höllu í sérstökum þætti um hana.