Gylfi fagnar sigri – ekki kærður: en hvað sagði hann á sínum tíma?

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur Gylfa Ægissyni. Tónlistarmaðurinn fékk bréf þess efnis í dag að kærur Samtakanna 78 um ummæli sem féllu á árunum 2013 til 2015 og samtökin vildu túlka sem hatursorðæðu þættu ekki líkleg til sakfellingar.

Í bréfinu sem Gylfi birtir á Facebook segir: „Ummælin beindust meðal annars að árlegri Gleðigöngu Hinsegin daga á Íslandi, samkynhneigðum almennt, Samtökunum 78 á Íslandi, ríkissaksóknara o.fl. [Hér með tilkynnist að það sem hefur komið fram við rannsókn málsins þykir ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis á hendur þér.“

Gylfi tjáir sig um málið við RÚV. Hann segir: „Ég er náttúrlega feginn því að þetta er úr sögunni en ég hef sofið vel allan þennan tíma. Þetta er búið að vera langt stríð og það var margt sem ég fékk í hausinn og þeir frá mér en ég á vini sem eru hinsegin.“

\"\"

En hvað var það sem Gylfi sagði? Í frétt DV um málið á sínum tíma var eftirfarandi haft eftir Gylfa:

„Ég er sammála Halldóri Jónssyni mér finnst þetta vera farið að ganga allt of langt,“ skrifaði tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson í athugasemd við frétt á DV árið 2013 þar sem hann sagðist vera sammála skoðun verkfræðingsins Halldórs Jónssonar sem sagði í bloggpistli mannréttindabaráttu samkynhneigðra vera gegna of langt í kjölfar Gay Pride-göngunnar í Reykjavík í gær. Kvartaði Halldór meðal annars undan því sem hann kallaði ofbeldi samkynhneigðra og nefndi sem dæmi að gagnhneigðum mönnum líkt og Halldór þætti það miður fallegt að sjá karlmenn í sleik. Þessu sagðist Gylfi Ægisson vera sammála.

„Þegar Borgarstjórinn er farinn að klæðast Íslenska Þjóðbúningnum (Gefa skít í hann) og mála sig, verður manni óglatt. Megas vinur minn spurði mig einu sinni af hverju heitir engin gata Rassgata í Reykjavík? Mæli ég nú með því að laugarvegurinn verði skírður upp á nýtt og Látinn heita Rassgata. Það væri svo við hæfi að Jón Gnarr klipti á borðann,“ skrifaði Gylfi og bætir við:

„Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðlilegt finnst þetta kannski spennandi og skemmast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rússlandi,“ skrifaði Gylfi sem tók seinna fram í annarri athugasemd að þessi skrif séu hans.

„Og meina hvert orð. Ég á vini sem eru samkynhneigðir og þykir mjög vænt um þá. En mér finnst þetta verið að ganga of langt,“

Kærði BDSM samtökin

Gylfi kærði sjálfur meðal annars BDSM-samtökin. Pressan greindi frá því árið 2015 að BDSM samtökunum yrðu meinuð þátttaka í gleðigöngunni og fagnaði Gylfi niðurstöðunni ógurlega.

„Við höfum unnið stórsigur á harðlínuperrum hinsegin fólks. Það er ekki nóg með það heldur viðurkenna Hinsegin Dagar það sem við héldum fram að þetta hafi verið klámvæddar göngur í gegnum árin og þar með viður kenna þeir að þessar gleðigöngur hafi brotið barnaverndarlögin og líka blygðunarlögin.”

Gylfi sagði einnig:

„Meirihluti Íslendinga veit að Gleðigöngur Hinsegin daga voru klámvæddar og brutu því lög og það gerði líka saksóknari ríkisins Sigríður Friðjónsdóttir með því að taka þátt í gleðigöngunum ásamt mörgum þingmönnum þjóðarinnar og borgarstjóranum í Reykjavík.“

Við minnum á Facebook-síðu Hringbrautar. Þar er að finna áhugaverðar fréttir og þá er ýmislegt spennandi framundan fyrir vini Hringbrautar á Facebook. SMELLTU HÉR og vertu vinur okkar á Facebook.