Gætu hinar hörðu kjaradeilur leitt til stjórnarslita?

Þetta er forsíða Morgunblaðsins frá því síðla árs 1958. Þá féll vinstri stjórnin sem hafði setið frá 1956, stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, vegna kjaradeilna. Alþýðusambandið sjálft hafði beitt sér fyrir því að þessi stjórn yrði mynduð, en á tíma hennar fór verðbólgan á skrið. Hermann Jónasson forsætisráðherra fór fram á að verðlagsuppbótum yrði frestað, eins og lesa má í fréttinni sem hér fylgir með, en ASÍ féllst ekki neitt slíkt og einnig voru þingmenn úr röðum sósíalista á móti.

Það fór svo að Hermann rauf stjórnarsamstarfið í byrjun desember 1958. Það þótti mikið áfall fyrir vinstri hreyfinguna. Sú saga komst á kreik að hún væri óhæf um að stjórna landinu og vinstri mönnum gekk erfiðlega að reka af sér það slyðruorð, næsta vinstri stjórn komst ekki á laggirnar fyrr en 1971 eftir að Alþýðuflokkurinn hafði beðið afhroð en Samtök frjálslyndra og vinstri manna tekið frá honum fylgið. Viðreisnarstjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sat í 12 ár samfleytt. Hafði ýmsar félagslegar áherslur – en í garð hennar ríkti oftlega mikil heift.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/02/22/gaetu-hinar-hordu-kjaradeilur-leitt-til-stjornarslita-hvada-moguleikar-eru-tha-stodunni/