Fyrrum yfirmaður rífur þögn um átök innan bankans

Hreiðar Eiríksson kom fram í þættinum Atvinnulífið sem var á dagskrá Hringbrautar í síðustu viku og tjáði sig m.a. um Aserta-málið.  Síðari þáttur Atvinnulífsins um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld en þá mun Hreiðar greina frá átökum innan gjaldeyriseftirlitsins sem áttu sér stað í kringum húsleit hjá Samherja hf. í mars 2012.

Mál Samherja er flestum vel kunnugt en staða þess er sú að fyrr á þessu ári kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp þann dóm að fella niður stjórnvaldssekt á hendur félaginu að upphæð 15 milljónir króna, en upphaflega kæran á hendur Samherja og tengdum félögum hljóðaði uppá 80 milljarða króna.  Þetta, ásamt mörgu öðru sem tengist málinu kemur fram í þætti Atvinnulífsins í kvöld. Í þættinum er m.a. rætt við Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja auk nokkurra málsmetandi aðila sem lýsa skoðun sinni á aðferðum og árangri Seðlabankans.  Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra var ítrekað boðið að kom í þáttinn og veita svör við þeirri gagnrýni sem að starfi hans og banknas beinast en hann sá sér engan veginn fært að verða við boði þáttastjórnanda sökum anna.

Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson en myndataka var í höndum Friðþjófs Helgasonar.