Skemmtigarðurinn í Grafarvogi lætur svo sem ekki mikið yfir sér en hann er orðinn næstum tuttugu ára og þangað streyma fyrirtæki á hverju ári með starfsmenn sína í hópefli. Hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir og Eyþór Guðjónsson stofnuðu og reka Skemmtigarðinn. Fyrir fimm árum stofnaði Ingibjörg ferðaskrifstofuna DMC Incentive Travel og í þættinum í kvöld hjá Jóni G. ræðir hún hversu hvataferðir erlendra stórfyrirtækja til Íslands eru mikilvægar og skila miklum verðmætum inn í landið. Ingibjörg situr einnig í stjórn Meet in Reykjavík. Stórskemmtilegt og hressilegt viðtal við Ingibjörgu í þættinum að þessu sinni sem er endursýndur í dag og aðgengilegur á hringbraut.is undir flipanum flipanum sjónvarp.
Fyrirtæki streyma í skemmtigarðinn

Fleiri fréttir
Nýjast