Frið­rik Dór grein­ir frá nafn­i þriðj­u dótt­ur hans og Lísu

Söngvarinn góðkunni Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir eignuðust sína þriðju dóttur í janúar síðastliðnum. Henni hefur nú verið gefið nafnið Hrafnhildur sem er í stíl við systur sínar tvær sem heita Ásthildur og Úlfhildur.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar en Friðrik Dór er einmitt bæjarlistarmaðurinn Hafnarfjarðar.

Friðrik Dór gaf á dögunum út nýja plötu sem ber titilinn Dætur og fjallar meðal annars um reynslu hans af föðurhlutverkinu.

Óskum Friðriki og Lísu innilega til hamingju með barnalánið!