Stundum gerist það að atkvæðamiklir leiðtogar hrinda af stað sögulegri viðburðarás nálega alveg samtímis.
Svo kann að vera um þá herra Xi forseta alþýðulýðveldsins Kína og herra Trump forseta Bandarikjanna. Þeir áforma að funda í lok þessarar viku.
Meðal þeirra fornu herfræðinga Kínverja sem oft er vitnað til er Sún Tze. Hann var uppi á sjöttu öld fyrir Krist.
Þekkt meginregla þessa forna fræðimanns er aðeins átta kínverskar leturmyndir. \"Þekktu mótherjann. Þekktu sjálfan þig - í hundrað orustum; hundrað sigrar.
Nú er það svo að valdhafar í alþýðulýðveldinu Kína í dag játa þessa reglu; en bara með vörunum. Meira gera þeir ekki.
Kinverskir ráðamenn þjást enn af efnahaglegum og pólitískum afleiðingum hálfgoðsögulega áætlana forvera þeirra.
Þeir forverar ýtu Kína sí og æ út í mikil og stórfenglegustu átök mannlegrar viðleitni. \"Stökkið mikla frama við\" og \"Menningarbyltingin\" eru nærtæk tragísk dæmi.
Fundir herra Xi og herra Trump verða tilraunir beggja til að þvinga fram óraunhæf markmið. Ævarandi vináttu þjóðanna og frið þeirra á milli. Ekkert við það að athuga.
Deilan mikla um yfiráð á Suður-Kinahafi og lausn á henni og karp um hegðun ríkisoddvita Norður-Kóreu og bætt háttalag hans eru tvö önnur dæmi um óraunhæf markmið.
Kína gefur ekkert eftir á Suður-Kinahafi. Kína mun segja við Bandaríkin að ekki verði liðið að íhlutast verði um mál Norður-Kóreu.
Gagnrýnislaus áhorfandi kann að fagna því að þessari leiðtogar hittast. Jafnvel þó að fundir þeirra verði rýrir að innihaldi þegar upp er staðið.
Alvarlegir fræðimenn um kínversk og bandarísk málefni hafa því enga trú að Kínverjar gefi Bandaríkjamönnum nein loforð um Suður-Kínahaf og Norður-Kóreu.
Kínverjar munu í hálfkæringi í besta falli bjóða Bandarikjamönnum upp á kínverskt-bandarískt bandalag sem smám saman verður félagsskapur þar sem risarnir tveir skipta með sér áhrifasvæðum í heiminum. Á kostnað ESB Evrópu og Rússlands og Indlands.
Bandarikin fá ekki heldur nein svör við áleitustu spurningunum tveimur-hvað er að gerast í Kína (eins og sakir standa) og hvað kunna Kínverjar að aðhafast utan landamæra sinna næstu misseri.
Nánar www.bbc.com og www.voanews.com