Sænski umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg vakti mikla athygli nýverið með tilfinningaþrunginni ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ræðu sem sumir líktu við frægustu tölu Martin Luther King. Þar ávarpaði Greta þjóðarleiðtoga og heiminn allan. Hún sagði þá hafa eyðilegt drauma og barnæsku sína með innantómum orðum um viðbrögð við loftslagsbreytingum. Greta sem aðeins er 16 ára fær yfir sig skítkast en nýjasta dæmið um slíkt er þegar forseti Bandaríkjanna, Donald Trump reyndi að gera lítið úr baráttu hennar á Twitter. En það eru líki minni spámenn sem höggva í átt að Gretu og reyna að gera lítið úr henni opinberlega eða tortryggilega. Hér á landi er áberandi að íslenskir karlmenn gera allt til þess að koma á hana höggi. Við sjáum það á Twitter, Facebook og í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þá hefur Unicef hér á landi séð sig knúið til að vekja athygli á skítkastinu sem barnið verður fyrir en neðar í fréttinni má sjá ummæli frá íslenskum karlmönnum.
Greta Thunberg er fædd í Stokkhólmi árið 2003 og því eingöngu 16 ára gömul. Hún dóttir leikarans Svante Thunberg, sem var í æsku skírður eftir forföður sínum Svante Arrhenius sem fyrstur manna reiknaði út með skikkanlegri nákvæmni hvernig hækkandi styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu myndi leiða til hækkandi meðalhitastigs á jörðinni árið 1896.
Greta segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd, og þar spili það inn í að hún sé greind með asperger. Hún lítur síður en svo á það sem veikleika, frekar að það sé styrkleiki hennar.
Afskipti Gretu af loftslagsmálum byrjuðu fyrir alvöru þann 20. ágúst árið 2018. Þá hóf hún að sitja fyrir utan þinghúsið í Stokkhólmi með skilti sem á stóð: Skólaverkfall fyrir loftslagið. Greta kom sér fyrir á sama stað og þar sat hún hvern einasta dag þar til þingkosningum var lokið í Svíþjóð þann 9. september. Krafa Gretu var afar einföld, hún vildi að sænska þingið myndi grípa til aðgerða strax til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Svíar höfðu skrifað undir Parísarsamkomulagið og vildi hún að sænsk yfirvöld myndu beita sér fyrir því að uppfylla samkomulagið.
Eftir þetta ákvað Greta að skipuleggja mótmæli alla föstudaga. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hún sat ein fyrir utan sænska þinghúsið. Nú mótmæla tugþúsundir barna um allan heim á hverjum föstudegi. Greta Thunberg er áberandi sem hefur orðið til þess að þeir sem telja að ekkert sé að marka alla þá vísindamenn sem hafa varað við loftslagsbreytingum hafa orðið háværari. Í dag er ekki um gagnrýni að ræða né samtal.
Unicef á Íslandi taldi rétt í dag að birta skilaboð til Íslendinga og minna á að Greta á rétt á að vera vernduð gegn hatri:
„Því miður eru margir fullorðnir að skrifa niðrandi og hatursfullar athugasemdir um Gretu sem manneskju. Það er EKKI ásættanlegt.! Við viljum biðja fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það skrifar athugasemdir á samfélagsmiðla. Hér er um að ræða manneskja sem á að vera sýnd virðing. Líka á internetinu.
En hvað er sagt og hverjir eru þessir menn sem ráðast með þessum hætti á barn. Hringbraut gerir hér tilraun til að varpa ljósi á það og birta hér nokkur ummæli sem íslenskir karlmenn hafa um Gretu Thungberg. Því miður er af nægu að taka en hér má sjá sumt sem nafntogaðir íslenskir karlmenn sem og aðrir minna þekktir hafa látið frá sér fara á samfélagsmiðlum:
Jón Magnússon, Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður: Hvað mundir þú segja ef 16 ára unglingur kæmi til þín og segði að jörðin væri flöt? Þú mundir í besta falli segja jæja vinan. Vitu ekki fara út að leika þér. En þetta með Gretu er alveg ótrúlega velheppnað áróðursbragð en að sama skapi óheiðarlegt. Þeir sem þurfa að beita svona vita að þeir hafa ekki rétt fyrir sér.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands: Aðgerðir Grétu Thunbergs minna mig á barnakrossferðina árið 2012. Fjöldaæði. Börn eru ekki endilega gáfulegasti leiðarvísir okkar að framtíðinni.
Heimir Laxdal Jóhannsson tónlistarmaður: Þetta er einfalt. Krakki er krakki. Skiptir engu þú að þetta sé klár krakki og mælskur krakki….. samt krakki. Þegar krakka er beitt fyrir vagninn ….. að það er eitthvað meira en lítið bogið við það. Punktur.
Halldór Jónsson, þekktur moggabloggari og oft vitnað í skrif hans í staksteinum Morgunblaðsins: Allt kom fyrir ekki og hin fatlaða Gréta Thunberg hefur síðan hrundið af stað heimsdellu sem byggir á þessum gervivísindum.
Kjartan Jónsson: Barn sem hefur glímt við mikinn kvíða og verið á tímabili í sjálfsmorðshugleiðingum er kannski ekki rétta manneskjan sem ætti að vera í fararbroddi fyrir þessa hreyfingu. Foreldrar Gretu tala um að hún geti séð CO2 með berum augum, augljóslega geðveikt fólk.
Páll Vilhjálmsson, kennari og moggabloggari: Blessunin hún Gréta vill vel. En hún er leiksoppur, fjölmiðlatækni annars vegar og hins vegar pólitískra afla sem stefna að yfirþjóðlegu valdi í nafni vísinda um manngert veðurfar. Við höfum heyrt þetta áður.
Gústaf Adolf Níelsson, sagnfræðingur: Myndir þú kaupa piparkökur af þessari stúlku á tombólu fyrir utan stórmarkað? Ok, ekki ég. Auk þess er ekkert skemmtilegt við hana blessað barnið, en Svíar hafa oft verið heppnir með „útflutningsvörur\", en trúlega ekki að þessi sinni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, fyrrverandi fréttaritari RÚV: Ljótt að misnota telpuna á þennan hátt og valda ungmennum kvíða um allan heim. Virkilega ljótt.
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins og forstöðumaður söguseturs íslenska hestsins: Vitaskuld, er órækur vitnisburður um geggjun samtímans að sjúkur krakki skuli látinn vaða um heiminn en ekki veitt viðeigandi hjálp á stofnun.
Sigurður Rósant Sigurbjörnsson, fyrrverandi grunnskólakennari: Það styttist í það að stúlkan verði að taka inn lyf gegn ofsóknaræði. Það er ekki hollt fyrir barn eða ungling að æsa sig svona upp út af vandamáli sem hún gerir að stórvandamáli í eigin huga og allt of margra annarra.
Andres Zoran Ivanovic, bauð sig fram fyrir Dögun: Börn, konur, samkynhneigðir, og tengsl við kynfæri eru alltaf á forsíðum þegar þarf að heila þvo fólk.
Ægir Óskar Hallgrímsson, bauð sig fram fyrir íslensku þjóðfylkingarnar: Er þetta ekki \"barnaníð\"
Baldur Hermannsson Fyrrverandi dagskrárgerðarmaður á RÚV: Ég hlusta á vísindin, dettur ekki í hug að hlusta á röflið í sænskum grunnskólakrökkum.
Jón Magnússon, Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður: Glórulausar staðhæfingar Gretu Thunberg, sem stangast á við raunveruleikann. Í fyrsta lagi skiptir engu máli hvort það hitnar um eina eða tvær gráður. Ef eitthvað þá deyja færri því núna deyja margfalt fleiri í heiminum vegna kulda heldur en vegna hita. En trúarbrögðin og helvítisprédikarnir verða að halda trúuðum við með öfgafyllri og öfgafyllri falsfréttum.
Aðalsteinn Stefánsson: Börn ættu kannski að læra að taka til í herberginu sínu áður en þau fara út á torg að mótmæla umhverfismengun.
Kári Þór Samúelsson Stjórnmálafræðingur og bauð sig fram fyrir íslensku þjóðfylkinguna: Hún er örugglega með öll vísindin á hreinu hún Gréta litla.
Ragnar Þórisson: Er ekki athyglisvert hvað Islamasleikjurnar hafa tekið miklu ástfóstri við hamfara Grétu? Það kemur sjálfsagt af því hve veröld Islams tekur náttúruvernd alvarlega. ER ÞAÐ EKKI?
Sæmundur Trygve Nordquist, sjómaður: Já en kæra Greta ég hef bara ekki hlustað á þig og kynnt mér vísindin og þau segja mér að þú ert að bulla tóma steypu.
Þorlàkur Einar Jònasson: Birtir kynferðislega photoshoppaða mynd af Gretu sem við á Hringbraut höfum ákveðið að birta ekki.
Baldur Hermannsson Fyrrverandi dagskrárgerðarmaður á RÚV: Aumkunarvert að sjá fullorðið fólk rjúka upp til handa og fóta yfir röflinu í krakkagarminum sem að réttu lagi ætti að vera í skólanum að læra reikning.
Guðjón D Gunnarsson, framleiðandi Glæðis áburðar á Hellu: Þetta er alvöru mál, þessi heilaþvottur á börnum og unglingum. Norður Kórea hvað?
Ólafur Cesarsson - Nemi við Háskóla Íslands: Loftslags gréta :) , vill hún ekki bara fara að loftslags grenja? :)
Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins og forstöðumaður söguseturs íslenska hestsins: Ég tel ekkert með Gretu Thunberg gerandi, raunar órækur vottur um geggjun samtímans að krakki sem ekki gengur heill til skógar skuli gerður að „krossfara“.
Bjarni Kjartansson, lengi viðloðandi Sjálfstæðisflokkinn, fyrrverandi yfirmaður í Sundhöllinni í Reykjavík og Laugardalslaug: Mikið er ég þakklátur Hinum Hæsta, að dætur mínar eru mun svipfríðari en þessi.
Jón Magnússon, Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður: Loftslagsgoðið Greta Thunberg siglir á seglskútu til Bandaríkjanna til að spara eitt flugfar með áætlunarvél. Síðan þarf að fljúga með áhöfnina til Evrópu og koma bátnum heim með skipi eða flugvél. Síðan fer Greta með bílum og lestum til Chile þar sem hún fer á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ef Greta hefði flogið til Chile þá hefði það skilið eftir margfalt minna kolefnisspor en þessi áróðursleiðangur hennar. Ef þetta er ekki hræsni þá hvað?
Heimir Lárusson Fjeldsted: Foreldrar Gretu er ábyrgir fyrir misnotkuninni.