Þátturinn Atvinnulífið er á dagskrá Hringbrautar að vanda kl. 20.00 í kvöld en þá verður síðari þáttur um starfsemi Öryrkjabandalags Íslands sýndur. Í fyrri þætti sem sýndur var 16. maí s.l. var m.a. rætt við formann og framkv.stjóra ÖBÍ (þáttinn má jú nálgast á hringbraut.is) en í þessum þætti verða nokkur af fyrirtækjunm ÖBÍ heimsótt eins og Örtækni sem stofnað var 1976, Hringsjá sem er skóli á vegum ÖBÍ og loks Brynja hússjóður sem á og rekur um 800 íbúðir á landinu sem leigðar eru til öryrkja. Einnig er rætt við Halldór Sævar Guðbergsson varaformann ÖBÍ um stöðu öryrkja á vinnumarkaði og fjallað stuttlega um Kvennna- og Ungliðahreyfingu samtakanna auk styrkja til öryrkja við bílakaup. Umsjónarmaður þáttarins er Sigurður K. Kolbeinsson en kvikmyndataka var í höndum Friðþjófs Helgasonar.
Eiga og reka um 800 íbúðir á landinu og leigja til öryrkja.

Fleiri fréttir
Nýjast