Dekkjaskipti: helmingsmunur á verði

Verulegur verðmunur, stundum meira en helmingsmunur er á umfelgun á dekkjaverkstæðum þetta haustið - og geta bifreiðaeigendur sparað sér verulega fjármuni með því að velja ódýrari verkstæði fram yfir þau dýrustu.

Þetta kemur fram í nýrri verðlagskönnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands, en þar reyndist dekkjaverkstæðið Titancar alltaf vera með lægsta verðið á umfelgun. Könnunin sýnir að allt að 7.179 kr. verðmunur er á þjónustu við dekkjaskipti fyrir jeppa af stærri gerðinni með álfelgu af stærð 265/60R18. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 24 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið þriðjudaginn 27. Október. Gúmmívinnustofan SP dekk var oftast með hæsta verðið á þjónustunni en Titancar í Kópavogi var alltaf með lægsta verðið. 

Allt að 7.179 kr. verðmunur er á þjónustu við dekkjaskipti fyrir jeppa af stærri gerðinni með álfelgu af stærð 265/60R18. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 24 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið þriðjudaginn 27. Október. Gúmmívinnustofan SP dekk var oftast með hæsta verðið á þjónustunni en Titancar í Kópavogi var alltaf með lægsta verðið. 

Af þeim hjólbarðaverkstæðum sem borin eru saman á milli ára hafa sex þeirra ekki hækkað hjá sér verð á dekkjaskiptum á meðalbíl með 15´´ álfelgu (195/65R15) frá því í október 2014. Mesta hækkunin var hjá Dekkverk um 20% og Dekkjahúsinu um 18%. Kvikkfix hefur hækkað um 12% en Gúmmívinnustofa SP dekk, Bílabúð Benna og Max 1 um 2-4%. Verð þjónustunnar hefur lækkað hjá Betra gripi milli ára úr 7.530 kr. í 6.929 kr. eða um 8%. Verðið hefur lækkað um 1% hjá Vöku. 

Eftirtalin bifreiðaverkstæði neituðu þátttöku í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ: N1, Nesdekk, Sólning, Dekkjahöllin, Barðinn, Bifreiðaverkstæði Grafarvogs, Klettur, Bílverið og Hjólbarðaverkstæði Kaldasels. 

Eftirtalin bifreiðaverkstæði neituðu þátttöku í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ: N1, Nesdekk, Sólning, Dekkjahöllin, Barðinn, Bifreiðaverkstæði Grafarvogs, Klettur, Bílverið og Hjólbarðaverkstæði Kaldasels.