Dæt­ur Ein­ars taka pabb­a sinn á tepp­ið: „Jæja gaml­i...ég mynd­i nú bara eyða þess­u“

Rit­höfundurinn Einar Kára­son birti færslu á Face­book-síðu sinni í gær þar sem hann gagn­rýnir pistil sem birtist í menningar­þættinum Lestinni á Rás 1. Í pistlinum var fjallað um rit­höfundinn J.K. Rowling og svo­kallaða „slaufunar­menningu“ (e. cancel culture) sem myndast hefur í kringum verk hennar eftir að hún lét um­deild um­mæli falla í garð trans­fólks á síðasta ári.

Það var núna áðan í Lestinni á Rás 1 verið að tala, af velþóknun heyrðist mér, um baráttu fyrir "slaufun" á verkum J.K....

Posted by Einar Kárason on Thursday, March 4, 2021

Færsla Einars vakti upp sterk við­brögð en meðal þeirra sem tóku undir orð hans voru Bubbi Morthens, Egill Helga­son og Stefán Máni.

Dætur Einars, sem einnig eru rit­höfundar, voru þó ekki par sáttar við orð föður síns en Kamilla Einars­dóttir, sagði ein­fald­lega:

„Jæja gamli...ég myndi nú bara eyða þessu.“

Systir hennar, Júlía Margrét Einars­dóttir, bætti síðar við:

„Það er allt í lagi að vera á móti þessum svo­kallaða slaufunar­kúltúr, en Rowling er aug­ljós­lega trans­fóbísk, það sér hver sem kynnir sér mál­efni trans­fólks og hennar orð­ræðu, og það er alls ekki í lagi.“