Rithöfundurinn Einar Kárason birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann gagnrýnir pistil sem birtist í menningarþættinum Lestinni á Rás 1. Í pistlinum var fjallað um rithöfundinn J.K. Rowling og svokallaða „slaufunarmenningu“ (e. cancel culture) sem myndast hefur í kringum verk hennar eftir að hún lét umdeild ummæli falla í garð transfólks á síðasta ári.
Það var núna áðan í Lestinni á Rás 1 verið að tala, af velþóknun heyrðist mér, um baráttu fyrir "slaufun" á verkum J.K....
Posted by Einar Kárason on Thursday, March 4, 2021
Færsla Einars vakti upp sterk viðbrögð en meðal þeirra sem tóku undir orð hans voru Bubbi Morthens, Egill Helgason og Stefán Máni.
Dætur Einars, sem einnig eru rithöfundar, voru þó ekki par sáttar við orð föður síns en Kamilla Einarsdóttir, sagði einfaldlega:
„Jæja gamli...ég myndi nú bara eyða þessu.“
Systir hennar, Júlía Margrét Einarsdóttir, bætti síðar við:
„Það er allt í lagi að vera á móti þessum svokallaða slaufunarkúltúr, en Rowling er augljóslega transfóbísk, það sér hver sem kynnir sér málefni transfólks og hennar orðræðu, og það er alls ekki í lagi.“