Bragi páll og atli fanndal trekkja ekki að

Reynsla og þekking fer ekki alltaf saman. Það kom skýrlega fram í Silfrinu áðan. Þar tók tiltölulega ung kona tvo reynslubolta í kennslustund um sjávarútveginn og í rökræðu almennt.

Svo var í þættinum forseti ASÍ sem trúir því að sósíalisminn muni bæta hag lands og þjóðar. Hún upplýsti þó að þessi hugmyndafræði, sem alltaf fylgdi kúgun og hörmungar, væri hinn raunverulegi boðskapur mótmælanna á Austurvelli nú um stundir.

Kannski er það skýringin á því að mótmælendum fækkar mjög á milli mótmælafunda. Aðal ræðumennirnir, ljóðskáldið ljúfa, Bragi Páll Sigurðarson, og hinn ljúflingurinn, Atli Þór Fanndal, eru svo sem ekki þekktir fyrir að trekkja að.

Hef það á tilfinningunni að þessir geðþekku menn gætu tekið að sér endurmenntun þeirra með röngu skoðunina þegar draumaríkinu verður komið á.