Björk aflýsir tónleikum út árið

Björk Guðmunds­dótt­ir mun ekki verða með tónleika á næstu Iceland Airwaves hátíðinni sem fram fer í nóvember í Reykjavík. Hún hef­ur til­kynnt opinberlega að hún hafi ákveðið að af­lýsa tón­leika­haldi út þetta ár. Ástæðan er ókunn.

Í til­kynn­ingu hennar kem­ur fram að vegna óviðráðan­legra skipu­lags­árekstra get­i Björk ekki komið fram á nokkrum tón­leik­um sem til stóð að hún stæði fyr­ir í sum­ar og haust. Björk hafi verið mjög spennt og hlakkað til tón­leik­anna. Nýj­ar dag­setn­ing­ar fyr­ir tón­leik­anna verði kynnt­ar um leið og hægt er. Auk Airwaves tónleikanna ráðgerði Björk að koma fram á tónleikum í Saint-Malo í Frakklandi þann 15. ág­úst og Pitch­fork tón­list­ar­hátíðinni í Par­ís þann 30. októ­ber. Tónleikar hennar hér á landi áttu að fara fram í Hörpu dag­ana 4. nóv­em­ber og 7. nóv­em­ber

Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðilum Iceland Airwaves verða miðar sem keypt­ir voru á tón­leik­ana 4. nóv­em­ber end­ur­greidd­ir á næstu dög­um. Miðar sem keypt­ir voru með greiðslu­kort­um verða end­ur­greidd­ir sjálf­krafa en aðrir miðahaf­ar á tón­leik­ana 4. nóv­em­ber verða að snúa sér til miðasölu Hörpu.