Svo virðist sem að áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve, betur þekktur sem Binni Löve, hafi skipt um skoðun hvað varðar álit sitt á bikiní/nærfatamyndum á Instagram.
Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Binni Löve hafi sett inn furðulegar athugasemdir við myndir af barnsmóður sinni og fyrrverandi kærustu, leikkonunni Kristínu Pétursdóttur, undir nafni sonar síns, Storms Löve. En samkvæmt heimildum blaðsins var Instagram reikningi Storms alfarið stjórnað af Binna.
Myndirnar sem Instagram reikningur tveggja ára sonarins gerði athugasemdir við voru af Kristínu einni.
„Mamma farðu í föt,“ og „Mamma af hverju ertu ekki í fötum" voru athugasemdir við tvær myndir af Kristínu í bikiní. „Wtf mamma,“ var skrifað undir nafni Storms við mynd af Kristínu þar sem hún beraði bakið og sýndi nýtt húðflúr.


Brynjólfur virðist þó ekki kippa sér upp við þegar núverandi kærasta hans, samfélagsmiðlastjarnan og einkaþjálfarinn Edda Falak birtir djarfar myndir á sama miðli.
Edda birti mynd af sér á nærfötunum um helgina sem fór fyrir brjóstið á einum fylgjanda hennar sem fann sig knúinn að senda henni skilaboð. DV fjallaði um málið.
Edda svaraði fylgjanda sínum fullum hálsi og hvatti aðrar konur til að birta álíka myndir. Fylgjandinn spurðu hana m.a. „Áttu ekki kærasta?“, og Edda svaraði:
„Vávává! Ég er í áfalli hér. Ég deili mínum myndum hvort sem ég á kærasta eða ekki – þú þarft ekki leyfi frá neinum til þess að pósta fallegri mynd af þér. Ég færi aldrei í samband með neinum sem myndi ekki styðja mig í einu og öllu. Ef þú ert í sambandi með einhverjum sem segir þér að myndin sem þú póstaðir sé „of mikið“ þá mæli ég með að senda viðkomandi á Dale Carnagie námskeið eða finna þér einhvern annan sem gerir ekki lítið úr þér,“ segir Edda um skilaboðin.
Það er því ljóst að Binni Löve styður heilshugar við myndbirtingar núverandi kærstu sinnar. Mögulega fór hann á Dale Carnagie námskeið sem fékk hann til að skipta um skoðun og styðja við bakið á sinni konu.