Atvinnuleysi 1,4 prósent í desember

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru 201.600 manns á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í desember 2018, sem jafngildir 79,6 prósent atvinnuþátttöku. Af þeim voru 198.800 starfandi og 2.800 án vinnu og í atvinnuleit, sem gerir 1,4 prósent atvinnuleysi og 78,5 prósent starfandi af heildarmannfjölda. Viðskiptablaðið greinir frá.

Í desember árið 2017 var atvinnuleysi 3 prósent. Þá voru fjöldi atvinnulausra 6.100, eða 3.300 fleiri en í desember 2018.