Áminning á áminningu ofan

„Með dómi 5. apríl 2019 varð Landsréttur við kröfu minni um að fella úr gildi úrskurðúrskurðarnefndar lögmanna frá 26. Maí 2017 í máli Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) gegn mér. Niðurstaða dómsins byggðist á því að stjórn félagsins hefði ekki haft lagaheimild til að leggja fram kvörtun sína á hendur mér fyrir nefndina. Áminning nefndarinnar á mínar hendur var því felld úr gildi og málskostnaðurlagður á LMFÍ fyrir báðum dómstigum.“

Þetta segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður í pistli. Hann heldur áfram:

„Rökin fyrir dómsniðurstöðunni lúta að því að skyldufélag eins og LMFÍ geti ekki átt aðild að kærum til nefndarinnar, þar sem gerðar eru kröfur um refsi kenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni er ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Úrskurðarnefndin fjallar aðeins um kærur á hendur lögmönnum frá þeim sem lögmaður hefur starfað fyrir. Svo háttaði ekki til í þessu máli, heldur tók stjórn LMFÍ það upp hjá sjálfri sér að beina kvörtun sinni á hendur mér til nefndarinnarvegna samskipta minna við mann sem var stjórninni óviðkomandi.

Ekki flókin lögfræði

Þessi úrlausn Landsréttar er ekki mjög flókin lögfræðilega. Hún á rót sína að rekja til ákvæðis 2.mgr. 74. gr. íslensku stjórnarskrárinnar um félagafrelsi, sem kom í núverandi mynd inn í skrána 1995.Í framhaldinu var einnig gerð breyting á lögum um lögmenn sem takmarkaði valdheimildir Lög-mannafélagsins við stjórnsýslu-hlutverk þess, eins og því er lýst ílögunum. Þar er hvergi veitt heimild til að félagið sjálft beini kvörtunum á hendur einstökum lögmönnum til úrskurðarnefndarinnar.

Fimm starfandi lögmenn sitja í stjórn LMFÍ, sem tók ákvörðunina um atganginn gegn mér. Þeir munu allir hafa greitt atkvæði með atganginum, þrátt fyrir framangreind lagasjónarmið sem ættu að vera starfandi lögmönnum töm. Í úrskurðarnefndinni sjálfri sitja svo þrír í viðbót, sem ættu líka að ráða við þetta einfalda úrlausnarefni. Raunar var þar borinn fram af minni hálfu rökstuðningur sem að þessu laut. Hann virtist ekki skipta neinu máli. Tekið skal fram að ég hafði ekki teflt fram sérstökum rökum um þetta fyrir stjórninni sjálfri áður en hún lagði málið fyrir nefndina, af þeirri einföldu ástæðu að mér datt ekki í hug að hún myndir fresta þess að beina málinu þangað. Til þess þurfti nokkra hugkvæmni

Í þágu metnaðar

Mér er ljóst að þessar aðgerðir gegn mér á vettvangi LMFÍ eiga rót sína að rekja til persónulegrar óvildar þáverandi formanns félagsins í minn garð. Þar fer gamall nemandi minn í lögmennsku og uppalningur. Ekki veit ég vel af hverju hann hefur borið svo illanhug til mín í seinni tíð, en grunarhelst að hann telji ætlað vinfengivið mig illa þjóna vonum hans um framgang í heimi laga og réttar, þar sem ég hef opinberlega gagnrýnt meðferð dómsvalds í hendi þeirra sem öllu ráða á þeim vettvangi.

Ég geri ekki mikið með þetta. Hver og einn maður verður sjálfur að vinna úr þeim efnivið sem forlögin hafa úthlutað honum. Hitt finnst mér verra að sjö aðrir velfram gengnir lögmenn skuli láta það eftir þessum formanni að brjóta á mér lagalegan rétt, sem ætti aðvera þeim öllum ljós, ef þeir aðeinskunna grunnatriði í því fagi sem þeir hafa gert að lífsviðurværi sínu. Hvers vegna taka menn sæti ífjölskipuðum nefndum á grundvelli þekkingar á lögum, ef þeir ákveða síðan að taka ekki sjálfstæða afstöðu til þeirra úrlausnarefna sem fyrir þá eru borin?Eru þeir bara að ná sér í línu í ferilskrána? Svo bætast núna við fréttir af því að stjórn LMFÍ hafi ákveðið að leita eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Kannski er þetta dæmi um að rangar ákvarðanir kalli á forherðingu. Ef til vill gerir stjórnin sér vonir um að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfivegna andúðar á mér, sem ekki hefur leynt sér í seinni tíð og á rót að rekja til gagnrýni minnar á störf réttarins.

Að fela sig í hópnum

Margir lögfræðingar, sem taka sæti í fjölskipuðum nefndum eða stofnunum, sem taka eiga afstöðu tilréttinda annarra, temja sér gjarnan þau vinnubrögð að fela sig í hópnum og taka þátt í misgjörðum sem þar er stýrt af þekkingarleysi og jafnvelillum vilja, í stað þess að standa með sjálfum sér og gera einungis það sem þeim sjálfum finnst rétt. Reynsla mín af setu í átta ár sem dómari við Hæstarétt segir mér að þetta sé allt of algengt og það jafnvel á æðstu stöðum. Þegar misfarið er með völd og áhrif er fremur fátítt að þeir sem fyrir verða nái vopnum sínum, einsog ég gerði gagnvart LMFÍ með dómi Landsréttar. Einmitt þess vegna er brýnt að þátttakendur í svona fjölskipuðum nefndum standi sig og láti ekki hafa sig til óhæfuverka, þó að sá sem áhrifamestur er í hópnum óski þess.

Ef satt skal segja þykir mér Lögmannafélagið hafi sett illilega ofanvið framgöngu sína í þessu máli. Á árinu 2011 var ég gerður að heiðursfélaga í LMFÍ. Í þeirri útnefningu finnst mér felast ábending til mín um að hafa nú auga með félaginu og stjórnendum þess, m.a. í því skyni að þeir gæti heiðurs lögmannastéttarinnar, sbr. 2. gr. siðareglna og standi vörð um sjálfstæði hennar, sbr. 3. gr.

Frumhlaupið í málinu gegn mér hefur án nokkurs vafa valdið miklum álitshnekki fyrir félagið. Það er að vísu ekki í lögmannalögum kveðið á um valdheimildir mér til handagagnvart stjórninni og misgerðum hennar en með því á hinn bóginn að líta til stöðu minnar sem heiðurs-félaga, almennra væntinga félagsmanna og sjónarmiða um hvað löggjafinn hefði gert ef hann hefði áttað sig á hættunni á flumbrugangi stjórnar og nefnda félagsins, hef ég með nútímaaðferðum í lögspeki komist að þeirri niðurstöðu að ég fari með eftirlits- og refsivald gagnvart stjórn og nefndum félagsins.

Niðurstaða mín er sú að óhjákvæmilegt sé að veita stjórn LMFÍog úrskurðarnefnd félagsins áminningu fyrir framgöngu sína í þessu máli.

Úrskurðarorð:

„Stjórn LMFÍ og úrskurðarnefnd félagsins sæta áminningu.“