Allt að 119% verðmunur á ávöxtum

Verslunin Bónus út á Granda var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 9 verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag, en farið var í lágvöruverðsverslanir og stórmarkaði. Hæsta verðið var oftast að finna í Nóatúni Austurveri eða í um þriðjungi tilvika. Munurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 5% upp í 119% en oftast var 15-45% verðmunur á hæsta og lægsta verði. 


Af þeim 116 vörutegundum sem skoðaðar voru, voru flestar vörurnar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 110 og Hagkaupum í Skeifunni átti 105. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Nóatúni eða 86 af 116 og Nettó Mjódd átti 89. Af þessum 86 vörum sem Nóatún átti til var verslunin dýrust í 34 tilvikum.