Aldís Hafsteinsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis þáði biðlaun frá Hveragerði ofan á 1.780.000 króna mánaðarlaun sem sveitarsjóri Hrunamannahrepps. Þá virðist það engu máli skipita að hún hafi núþegar verið ráðin í annað starf.
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en í henni segir að málið hafi fundist í fundargerð bæjarráðs sem var dagsett í gær. Kostnaður Hveragerðis vegna biðlaunanna voru 20.058.749 krónur en það eru biðlaunin og aksturstyrkur ásamt launatengdum gjöldum.
Meðal dagskrárliða fundarins var staðfesting ráðningarsamnings nýs bæjarstjóra, Geirs Sveinssonar. Undir þeim lið birta fulltrúar meirihlutans bókun þar sem athygli er vakin á því að í ráðningarsamningi við fyrrverandi bæjarstjóra hafi skort ákvæði um að biðlaun myndu falla niður ef viðkomandi fengi annað starf og að aksturgreiðslur væru hluti biðlauna.
Aldís var ráðin sveitarstjóri Hrunamannahrepps í lok maí síðastliðnum og því hefði ekki fallið niður hjá henni launagreiðsla, þótt biðlaunaréttarins nyti ekki við. Samkvæmt nýjum ráðningarsamningi við Hrunamannahrepp hefur Aldís 1.780.000 í laun auk akstursstyrks. Þá er Aldísi einnig tryggður sérstakur biðlaunaréttur samkvæmt samningnum en minnihluti sveitarstjórnar gerði sérstaka athugasemd við ákvæði samningsins þar að lútandi á þeim fundi sveitarstjórnar sem ráðningarsamningurinn var lagður fram.