Aldís Hafsteinsdóttir með bæjarstjóralaun frá Hveragerði og Hrunamannahreppi á sama tíma

Aldís Hafsteinsdóttir fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis þáði biðlaun frá Hveragerði ofan á 1.780.000 króna mánaðarlaun sem sveitarsjóri Hrunamannahrepps. Þá virðist það engu máli skipita að hún hafi núþegar verið ráðin í annað starf.

Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en í henni segir að málið hafi fundist í fundargerð bæjarráðs sem var dagsett í gær. Kostnaður Hveragerðis vegna biðlaunanna voru 20.058.749 krónur en það eru biðlaunin og aksturstyrkur ásamt launatengdum gjöldum.

Meðal dag­skrár­liða fundarins var stað­festing ráðningar­samnings nýs bæjar­stjóra, Geirs Sveins­sonar. Undir þeim lið birta full­trúar meiri­hlutans bókun þar sem at­hygli er vakin á því að í ráðningar­samningi við fyrr­verandi bæjar­stjóra hafi skort á­kvæði um að bið­laun myndu falla niður ef við­komandi fengi annað starf og að akstur­greiðslur væru hluti bið­launa.

Al­dís var ráðin sveitar­stjóri Hruna­manna­hrepps í lok maí síðast­liðnum og því hefði ekki fallið niður hjá henni launa­greiðsla, þótt bið­launa­réttarins nyti ekki við. Sam­kvæmt nýjum ráðningar­samningi við Hruna­manna­hrepp hefur Al­dís 1.780.000 í laun auk aksturs­styrks. Þá er Al­dísi einnig tryggður sér­stakur bið­launa­réttur sam­kvæmt samningnum en minni­hluti sveitar­stjórnar gerði sér­staka at­huga­semd við á­kvæði samningsins þar að lútandi á þeim fundi sveitar­stjórnar sem ráðningar­samningurinn var lagður fram.