Aðeins costco lækkar bensínverð

\"Costco eru einir um að láta neytendur njóta þessarar þróunar,\" segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda og vísar þar til styrkingar krónunnar að undanförnu gagnvart Bandaríkjadal, en hann segir almennt vera fylgni á milli lækkunar eldsneytisverðs og styrkingar krónunnar.

Það er Morgunblaðið sem hefur þetta eftir Runólfi í dag, en þar segir hann eldsneytisverð hafa haldist svo gott sem óbreytt hér á landi frá áramótum þrátt fyrir gengisþróunina: \"En það er þó einn aðili á markaði sem hefur verið að lækka sig að undanförnu,\" bendir hann á \"og það er Costco.\" Þar á bæ hafi menn lækkað verð sitt um 5 krónur nýverið. Þannig sé verð hjá þeim á bensíni 183,90 krónur, en algengt verð olíufélaganna sé 206,90 á sama eldsneyti.