400 fangar á bið eftir refsivist

Í þætti Sjónarhorns á Hringbraut í kvöld, segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, ástandið slæmt innan fangelsismála landsins. Þátturinn er helgaður málefnum fanga og refsivistar á Íslandi.


Rúmlega 400 fangar eru á bið eftir að geta afplánað dóm sinn í dag en hluti af þeim sinnir samfélagsþjónustu í staðinn fyrir að fara í fangelsi. Páll segir þó greinilega þörf á forgangsröðun, þar sem hagsmunir dómþola eru ekki ávallt efst í huga. Teknir eru inn dæmdir brotamenn sem halda áfram að brjóta af sér, sömuleiðis menn með þyngri refsingar og þeir sem teljast hættulegir samfélaginu. Slík forgagnsröðun getur haft áhrif á minni brotaþola og dómar þeirra geta á endanum fyrnst.


Nánar verður fjallað um fangelsis mál í glænýjum þætti Sjónarhorns á Hringbraut klukkan 21.00, en hann er í umsjá Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. 


Klippur úr Sjónarhorni hér: