„vildi vita hverja við værum að sækja“

No Borders, sem meðal annars berjast gegn brottvísun flóttamanna, gagnrýna Útlendingastofnun harðlega á Facebook-síðu sinni. Þar greina No Borders frá því að samtökin hafi í fyrradag tekið þátt í viðburði, „fótbolti gegn fasisma“ sem haldinn var hjá Austurbæjarskóla. Líkt og áður var rúta tekin á leigu til að sækja flóttamenn á Ásbrú sem höfðu áhuga á að taka þátt í viðburðinum. Lýsa meðlimir No Borders móttökunum á þessa leið:

„Á Ásbrú tók á móti okkur öryggisvörður, eins og ávallt, en í þetta sinn var hann mun ágengari en vanalega, vildi vita hverja við værum að sækja, hvert við værum að fara, hvað við værum að fara gera, hver bílstjórinn væri og hvort þeir kæmu aftur í kvöld.

Öryggisvörðurinn kvaðst eiga rétt á þessum upplýsingum vegna þess að „við værum á jörð Útlendingastofnunar“.

Aðspurður til hvers hann þyrfti þessa upplýsingar sagði hann að öryggisverðirnir á Ásbrú ættu samkvæmt skipunum Útlendingastofnunar að skrifa niður bílnúmer allra bíla sem koma að flóttamannabúðum, bæði af fólksbílum og rútum.“

Er þetta bannað samkvæmt persónuverndarlögum. Segja meðlimir No borders að gífurlegt eftirlit og ofsóknaræði einkenni öll störf Útlendingastofnunar.  

„ ... sérstaklega í kringum hinar lokuðu flóttamannabúðir á Ásbrú.“

Telja samtökin upp nokkur dæmi, þar á meðal þegar óeinkennisklæddur lögreglumaður blandaði sér í mótmæli, þá hafi ómerktur bíll verið á svæðinu og í honum tveir einstaklingar vopnaðir upptökum vélum og hafi þeir bæði tekið ljósmyndir og myndskeið af mótmælendum.

Þá benda No Borders einnig á að lögregla hafi leitað í herbergjum flóttamanna án heimildar. Í pistli No Borders segir:

„Sálfræðingur í Mjódd á vegum Útlendingastofnunar segir flóttafólki ítrekað að einstaklinga úr No Borders beri að varast, enda slæmt fólk þar á ferð.

Vinum og stuðningsfólki flóttafólks, sem vill fylgja vinum sínum í erindagjörðum, kannski til að fá allt á hreint eða reyna koma í veg fyrir misskilning, er bannaður aðgangur í opinbert húsnæði ÚTL á opnunartíma án haldbærrar ástæðu.“