Viðskiptavinir sparisjóðanna geta ekki millifært eða greitt til erlendra aðila - samningi um erlendar greiðslur sagt upp

Spari­sjóð­ur­inn hefur tilkynnt að hann viðskiptavinir hans geti ekki millifært eða greitt til erlendra aðila eftir 6. desember næstkomandi. Ekki verður þá hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember. Það sama gildir um millifærslur á erlendum gjaldmiðli milli banka innanlands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslumiðlun. ­Kvika banki hefur verið í samstarfi við sparisjóðina vegna erlendra greiðslu­miðlunar fyrir en sagði nýlega upp sam­starf­inu vegna kröfu mót­að­ila bank­ans erlend­is.

Viðskiptavinir sparisjóðsins fengu bréf þessa efnis nýlega en spari­sjóð­ur­inn segist vera að leita að lang­tíma­lausn vegna erlendra millifærslna. Alls starfa fjórir spari­sjóðir undir merkjum Spari­sjóðs­ins hér á landi. Spari­sjóður Aust­ur­lands, Spari­sjóður S-Þing­ey­inga, Spari­sjóður Stranda­manna og Spari­sjóður Höfð­hverf­inga. 

Í samtali við Kjarnann segir Árni Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bands íslenskra spari­sjóða, að leitað hafi verið ann­arra skamm­tíma­lausna eftir að þjón­ustu­að­ili þeirra, Kvika banki, sagði upp sam­starf­inu en því miður hafi það ekki gengið eft­ir. Hann ítrekar þó að þetta hafi ekki áhrif á notkun greiðslu­korta sjóð­anna, hvorki inn­an­lands né erlend­is. 

Magnús Ingi Ein­ars­son, fram­kvæmda­stjóri banka­sviðs innan Kviku banka, segir í sam­tali við Kjarn­ann að bank­inn hafi þurft að segja upp sam­starf­inu við spari­sjóð­ina vegna breytts fyr­ir­komu­lags evr­u-greiðslna í Evr­ópu eða svo­kall­aðra SEPA-greiðslna. Undir því fyr­ir­komu­lagi sé ekki heim­ilt að fram­kvæma greiðslur fyrir óbeinan aðila.