Verklegar framkvæmdir 2019 munu nema 128 milljörðum

Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel Reykjavík í dag kynntu fulltrúar 10 opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Um er að ræða samtals 128 milljarða króna fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Það er 49 milljörðum króna meira en á síðasta ári, en þá voru framkvæmdir upp á 79 milljarða króna kynntar.

Í ár kynna Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrirhugaðar framkvæmdir að upphæð 16,4 milljörðum króna en annars munar mest um framkvæmdir Isavia, Vegagerðarinnar og Framkvæmdasýslu ríkisins.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/24/verklegar-framkvaemdir-2019-nema-128-milljordum-49-milljordum-meira-en-fyrra/