Þóra: „menn nýttu sér þá leið til að koma með peninga heim úr aflandsfélögum“ - ísland á gráum lista

Ísland er eitt af fáum ríkjum heimsins sem er nú komið á grá­an lista FATF, alþjóðlegs starfs­hóps um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Íslenskt stjórnvöld segja nú að þau eigi ekki skilið að vera á þessum lista. Grái list­inn inni­held­ur ríki sem þykja ekki hafa gripið til full­nægj­andi aðgerða gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi alþingismaður, ásamt Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslenskrar erfðagreiningu og fyrrverandi blaðamaður, ræddu um þá stöðu sem núna komin upp hér á Íslandi vegna málsins í Stóru málunum hér á Hringbraut.

Þóra segir meðal annars að það hafi komið í ljós að menn hafi nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands til að koma fjármunum úr aflandsfélögum hingað aftur til lands. 

„Það kom nú líka í ljós, og það var hægt að benda á það í nokkrum tilfellum, að menn nýttu sér þá leið til að koma með peninga heim úr aflandsfélögum. Maður spyr sig, af því maður veit það ekki, er engin krafa gerð um að vita til dæmis hver er uppruni þessara peninga sem komu í gegnum þessa fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Var eitthvað samtal í kerfinu um peninga sem komu þannig inn og skattyfirvalda?“ 

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.