Þjóðgarður á miðhálendinu

Þjóðgarðsformið er skynsamlegasta leiðin til þess að vernda miðhálendið. segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Innan ráðuneytisins fer nú fram undirbúningsvinna um hvernig best verði að stofna þjóðgarð.

Uppbygging með mannvirkjum vegna ferðamanna á sér stað nú þegar á sumum svæðum en Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur til að mynda, ganga um 8.000 manns á ári. Morgunblaðið birtir viðtal við Björt í dag um málið.

Ferðaþjónustufyrirtæki, líkt og í Kerlingafjöllum undirbýr nú m.a. byggingu stórs gistihúss til að geta tekið á móti þeim fjölmörgu ferðamönnum sem þangað koma.