Samfylkingin er ekki gott samfélag

Kristrún Heimisdóttir, sem er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar, sagði í Þjóðbraut fyrr í morgun, að Samfylkingin sé ekki gott samfélag og þess vegna geti flokkurinn ekki lagt samfélaginu gott til.

Ásamt Kristrúnu var Guðmundur Hálfdánarson prófessor þátttakandi í umræðunni. Þau voru gagnrýnin á margt í íslenskum stjórnmálaflokkunum. Samfylkingin fékk hugsanlega hörðustu dómana. Kristrún sagði Samfylkinguna hafa misst samband við fólkið, að hún sé ekki lengur sú fjöldahreyfingin sem áður var. „Það byrjaði á síðasta kjörtímabili.“