Þjóðaratkvæðagreiðslur mestu nýmælin

Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni er komið fram sem forsætisráðherra lagði fram. Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og fulltrúi Pírata í þverpólitískri stjórnarskrárnefnd Alþingis og Birgir Ármannsson,þingmaðurog fulltrúi Sjálfstæðisflokkinn í nefndinni verða gestir á Hringbraut í kvöld kl.21.

 Birgir segir ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslu mestu nýmælin í tillögunum og Aðalheiður nefndi að ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu myndi skýra mörg álitamál sem ekki hafa verið nógu skýr varðandi eignarhald á auðlindum og nýtingu þeirra.

 Tillögurnar kveða á um náttúruvernd, um að náttúra Íslands sé undirstaða lífs í landinu. Ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvílir sameiginlega á öllum og skal verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

 

Í öðru lagi er skuli setja í stjórnarskrána að auðlindir náttúru Íslands skuli tilheyra íslensku þjóðinni og er kveðið á um að auðlindir verði í þjóðareigu. Í þriðja lagi er lagt til í frumvarpinu að fimmtán af hundraði kosningarbærra manna geta krafist þess að nýstaðfest lög frá Alþingi verði borin undir þjóðina í almennri, leynilegri og bindandi atkvæðagreiðslu.

 

Fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóð- réttarskuldbindingum verði þó ekki borin undir þjóðina.