Þetta er ástæðan fyrir því að þú ert alltaf með kaldar hendur og fætur

Það segja sumir að þessi handa og fóta kuldi stafi af því að blóðstreymið í líkamanum sé ekki gott, en getur það verið rétt ?

Í raun er það ekki alrangt. Húðinni er haldið í þæginlegu hitastigi með blóðrásinni, en hún dreifir súrefnisríku blóði um allan líkamann.

þegar hitastigið í umhverfinu lækkar þá hefur það áhrif á taugaenda í húðinni sem senda boð til heilans um að láta háræðarnar dragast saman til að draga úr blóðflæði til húðarinnar. Við það sparast hiti inni í miðju líkamans þar sem öll líffæri líkamans eru staðsett.

Þessi æðasamdráttur eins og þetta ferli er kallað getur orsakast af minnstu breytingu á hita. Í einni rannsókn segir að þessi viðbrögð séu miklu algengari hjá konum og er það vegna breytinga kvenna á magni estrógens sem er hormón er hefur áhrif á að halda hitastigi líkama á réttu róli. Þannig má segja að kvenfólk er mun viðkvæmara fyrir kulda en karlmenn.

Sjúkdómurinn Raynaud

Annað merki um verulega viðkvæmni fyrir kulda er sjúkdómurinn Raynaud, en ef hann er allverulegur hjá viðkomandi þá geta fingur og tær stundum orðið blá, einnig eyru og nef og í ofaná lag verða dofin.

Svo fer það eftir því hversu slæm einkenni þín eru, hvort þú þurfir að vera í auka sokkum og hönskum eða vettlingum eða taka inn lyfseðilskylt lyf sem víkkar æðarnar.

Að lokum, kaldar hendur geta líka verið einkenni um vanvirkan skjaldkirtil, lupus eða sykursýki, einnig ef járnbúskapurinn er ekki í lagi hjá þér eða þig skortir B12 vítamín.

Ef þú kannast við eitthvað af þessu þá getur þinn læknir pantað fyrir þig blóðprufu svo hægt sé að komast að réttri niðurstöðu.

Passa upp á vökvabúskap líkamans

En ef kaldar hendur er þitt eina kvörtunar efni þá getur þú haldið þeim heitum með því að passa vel upp á vökvabúskap líkamans og ef þú ert í vinnu þar sem þú situr allan daginn þá er afar gott að standa upp einu sinni á klukkutíma og hreyfa sig.

Birt í samstarfi við Heilsutorg. Smelltu hér til þess að lesa meira.