Theódóra undrast ummæli guðmunds gísla og vill sjá hann víkja

„Mér finnst þessi dómur bara alvarlegur og ég undrast ummæli bæjarfulltrúans um að þetta hafi ekki áhrif á störf hans. Hann er yfir öllum velferðarmálum í Kópavogsbæ sem formaður velferðarráðs, formaður notendaráðs fatlaðra, er í menntaráði og fleiri nefndum.“

Þetta segir Theódóra Þorsteinsdóttir, fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs um dóm og ummæli Guðmunds Gísla Geirdal, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Rúv greindi frá því að Theódóra hafi sagt dóminn hljóta að leiða til þess að Guðmundur víki úr ráðum og nefndum á vegum flokksins.

Segir hún ummælin afdráttarlaus og dóminn skýran um ásetning Gísla varðandi það sem komi fram um að búa til gögn og komast undan skattaskyldu. Guðmundur var dæmdur til þess að greiða þrotabúi Sælindar ehf. 50 milljónir króna auk dráttarvaxta en skipastjóri búsins taldi það gjafagjörning þegar Gísli aflýsti veðskuldabréfi með veðrétti í fasteign hans og eiginkonu hans, 13 dögum áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Guðmundur greindi frá því í fréttum að hann teldi málið ekki hafa áhrif á setu hans í bæjarstjórn og að hann hyggðist áfrýja málinu.