Það er ekki ósmekklegt að segja satt bjarni benediktsson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé ósmekk­legt að kalla fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands opin­bera pen­inga­þvætt­is­leið, eins og und­ir­rit­aður hefur gert. Ráð­herr­ann seg­ir, í sam­tali við mbl.is, að það sé „ósmekk­­legt að segja að þetta hafi verið op­in­ber pen­inga­þvætt­is­leið, eins og sér­­stak­­lega hafi verið hvatt til þess, en ég tek öll­um ábend­ing­um af al­vöru ef að ekki hef­ur verið næg­i­­lega gætt að aðhaldi eða eft­ir­liti, meðal ann­­ars um upp­­runa fjár.“

Fullt til­efni er til að útskýra ummælin betur í þessu ljósi, á sem ein­faldastan hátt. 

Þetta er aðeins brot úr umfjöllun Kjarnans. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni:

Atriði 1: Leið inn í landið með virð­is­aukn­ingu

Fjár­fest­inga­leiðin opn­aði leið inn fyrir höftin fyrir þá sem áttu fjár­muni utan þeirra. Í henni fólst að leiða saman óþol­in­móða eig­endur íslenskra krónu­eigna sem voru fastar innan hafta og þá sem áttu erlendan gjald­eyri sem lang­aði að skipta honum í íslenskar krón­ur. Hug­myndin var, í ein­földu máli, að hinir óþol­in­móðu myndu gefa eftir hluta af virði eigna sinna, en hinir fá fleiri krónur en almennt gengi sagði til um, með milli­göngu Seðla­bank­ans. Þetta átti að vera „win win og win.“ Og varð það sann­ar­lega fyrir hluta þeirra sem nýttu sé leið­ina.

Sam­tals komu um 1.100 millj­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­fest­ing­­ar­­leiðar eða 206 millj­­arðar króna. Meg­in­þorri þeirra sem nýttu sér hana, 794 af 1.074 aðil­um, voru Íslend­ing­­ar, sam­­kvæmt skrif­­legu svari til Alþingis frá sum­r­inu 2017. Alls fékk allur þessi hópur 31 millj­­arða króna virð­is­aukn­ingu fyrir það að nýta sér leið­ina. Af þeim fóru um ell­efu millj­­arðar króna af virð­is­aukn­ing­unni til Íslend­inga en um 20 millj­­arðar króna til erlendra aðila. 

Íslend­ing­arnir höfðu margir hverjir ferjað pen­inga út úr land­inu fyrir hrun og komið þeim í var á aflandseyj­um, þegar gengi krón­unnar var ennþá sterkt. Krónan hrundi hins vegar eftir hrun og því gátu Íslend­ing­arnir líka leyst út feiki­lega mik­inn geng­is­hagn­að. Það er varla ósmekk­legt að halda þessu fram, í ljósi þess að skýrsla sem Bjarni Bene­dikts­son lét vinna og var birt í jan­úar 2017,  sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga og áætl­­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti, komst að þeirri nið­ur­stöðu að upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nam ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna þessa nam lík­lega um 56 millj­örðum króna.

Í hópi þeirra sem fjöl­miðlar hafa opin­berað að hafi nýtt sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina eru ein­stak­lingar sem hafa verið til rann­sóknar fyrir meint skatta­laga­brot, hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir efna­hags­glæpi og hafa verið gerðir upp af kröfu­höfum sínum án þess að mikið feng­ist upp í skuld­ir. Í mörgum til­­­fellum var um sömu aðila að ræða sem báru mikla ábyrgð á því að sigla íslensku efna­hags­­lífi í strand árið 2008. 

Þetta er aðeins brot úr umfjöllun Kjarnans. Hér má lesa umfjöllunina í heild sinni: