Tækifærin í brexit

Evrópumál eru umfjöllunarefni sjónvarpsþáttarins Kjarnans á Hringbraut í kvöld. Þar verður staðan greind og rýnt í þá þróun sem er framundan, sérstaklega út frá hagsmunum Íslands. Gestur þáttarins er Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra.

 Er Evr­ópu­sam­bandið brenn­andi hús? Hver er Evr­ópu­stefna Íslands? Hverjar eru helstu ógn­irnar sem steðja að Evr­ópu? Hvernig mun rík­is­stjórnin leysa ágrein­ing sinn um Evr­ópu­mál? Og hvað mun Brexit eig­in­lega þýða, bæði fyrir Ísland og Evr­ópu­sam­band­ið?

Evr­ópu­mál eru við­fangs­efni sjón­varps­þátt­ar­ins Kjarn­ans sem er á dag­skrá Hring­brautar í kvöld klukkan 21. Þar fara Þórður Snær Júl­í­us­son og Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir yfir stöðu mála og svara ofan­greindum spurn­ingum með vísun í stað­reynd­ir.

Eitt helsta vanda­mál Evr­ópu­um­ræðu hér­lendis er enda það að hún fer fram á for­sendum öfga á sitt hvorum end­an­um. Þ.e. ann­ars vegar þeirra sem líta á Evr­ópu­sam­bandið sem alls­herj­ar­lausn á öllum vanda­mál­um, og hins vegar þeirra sem mega helst ekki heyra á það minnst.

Í síð­ari hluta þátt­ar­ins verður rætt við Lilju Alfreðs­dótt­ur, þing­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, um Evr­ópu­mál­in. Hún seg­ist meðal ann­ars sjá tæki­færi í Brexit, sem felist meðal ann­ars í því að Ísland geti myndað banda­lög með Bret­um, Dönum og öðrum í  Norð­ur­-­Evr­ópu.