Svein um hannes: „eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

„Mogginn fékk Hannes Hólmstein til að skrifa ritdóm um Í víglínu íslenskra fjármála, bók Svein Harald Øygard um Hrunið sem Hannes og félagar bjuggu til. Hannes var ekki hrifinn af bókinni.“ Þetta skrifaði Gunnar Smári Egilsson á Facebook í vikunni. Mörgum þótti undarlegt að Hannes Hólmsteinn Gissurarson væri fenginn til að skrifa gagnrýni um bók Svein Harald Øygard fyrrverandi seðlabankastjóra. Svein tók við af Davíð Oddssyni þegar hann var settur af í Hruninu. Sven skrifaði um reynslu sína og gagnrýndi störf Davíðs. Síðan þá hefur Davíð gagnrýnt Svein Harald á síðum Morgunblaðsins.

Það þótti því skjóta skökku við að Hannes, sem er vinur Davíðs og hefur einnig sett út á störf Sven, tæki það að sér að skrifa um bókina og dómurinn svo birtur í Morgunblaðinu þar sem Davíð er ritstjóri.

Á Stundinni er birt svar Svein Haralds þar sem hann segir:

„Að biðja einmitt þennan hugmyndafræðing flokksins um að gagnrýna bókina mína er, eins og ég sá að einhver skrifaði, eins og að biðja kalkún um að skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíðarmálsverð.“