Staðfest að ingibjörg fékk 18 milljónir af skattfé í námsstyrk frá seðlabankanum: sneri aldrei til baka að námi loknu

„Fari svo að Ingibjörg kjósi að starfa á öðrum vettvangi að námi loknum og snúi ekki til starfa hjá bankanum, mun bankinn ekki eiga neina endurkröfu vegna ofangreinds styrks vegna skólagjalda og vegna launa, meðan á námsleyfi stendur.“

Þetta kemur fram í samningi sem Fréttablaðið hefur undið höndum sem Seðlabankinn gerði við starfsmann. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, fékk um átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Viljinn greindi fyrst frá þessu. Nú hefur Fréttablaðið fengið samninginn afhentan. Þar segir:

Ingibjörg fékk alls 8 milljónir króna í námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og 60 prósent hlutfall af mánaðarlaunum í tólf mánuði. Fékk hún fjórar milljónir greiddar árið 2016 og aðrar fjórar árið 2017. Var Ingibjörg með 1,4 milljónir í laun og gera það alls 18 milljónir.

Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur.

Nú hefur það verið staðfest að Ingibjörg fékk 18 milljónir í starfslokasamning og engin krafa um að snúa aftur til starfa.