Spáð mikilli rigningu í dag - veðurstofan gefur út gula viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi í dag. Á Suðausturlandi er gert ráð fyrir hvassri austan- og norðaustanátt með talsverðri rigningu, þá einkum austan Öræfa. Á Austfjörðum má búast við austan 10-15 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu

Viðvörun Veðurstofunnar tók gildi klukkan sex í morgun og má búast við að veðri fari að skána um miðnætti. Búast má við þurru veðri annars staðar á landinu og að léttskýjað verði á Norðvesturlandi. Spáð er 7 til 13 stiga hita á landinu í dag.