Spáð 15 stiga hita og sól á höfuðborgarsvæðinu á morgun - rigning fyrir norðan

Veðurstofa Íslands spáir því að á morgun verði allt að 15 stiga hiti og sól í hádeginu á morgun. Hitabylgja virðist vera yfir landinu og hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengið að njóta afbragðs veður undanfarna daga. Sól og ágætis hiti verður á sunnanverðu og vestanverðu landinu og mun hitinn ná allt að 13 stigum á Selfossi og 12 stigum í Vestmannaeyjum.

Ekki munu þó allir landsmenn njóta góðs veðurs á morgun því Veðurstofan spáir rigningu og eingöngu 7 stiga hita á Akureyri á morgun.