Ein aðalstoppistöð hugmynda

Soffía Dögg stofnandi Skreytum hús opnar dyrnar:

Ein aðalstoppistöð hugmynda

Snædís umsjónarmaður Magasín skrifar:

Ó þvílík dásemd.

Það opnar svo sannarlega hugmyndaflæðið að kíkja í heimsókn til hennar Soffíu Daggar. Soffía hefur alltaf verið frumleg þegar að kemur að munum, húsgögnum og útstillingum sem gerði það að verkum að hún opnaði blogg fyrir nokkrum árum til að leyfa vinkonum sínum og vandamönnum að fylgjast með framkvæmdum á nýju barnaherbergi. Hún var þá ólétt og langaði að gera fallegt herbergi á sniðugan máta. Sem varð svo raunin því að bloggið hennar tók á flug og vatt uppá sig í það sem flestir þekkja í dag sem “Skreytum Hús”. Skreytumhus.is er orðin ein aðalstoppistöð hugmynda hjá fólki sem er í framkvæmdum eða langar hreinlega bara að hressa uppá heimilið sitt.

fallegir munir á heimili Soffíu

Soffía er mikið fyrir það að nýta hlutina eins og sjá má inná einkar rómantísku heimili hennar, mikið af gömlum munum og húsgögnum í nýjum búning. Til að mynda rak ég augun í sætan garðbekk inni í andyrinu. Sá bekkur var keyptur af sölusíðu á smápening en eftir að hún málaði hann og bætti við viðarplötu var hann gæddur nýju lífi og gerði andyrið heimilislegt og glæsilegt. Það sama má segja um hurðarnar á fatahengi í andyrinu sem eru gamlar skápahurðar með sömu forsögu, keyptar notaðar, málaðar og gæddar nýju lífi.

 

Sjón er svo sannarlega sögu ríkari og í þættinum Heimilið má sjá þetta fallega heimili og auðvitað viðtal við hina hugmyndaglöðu og skemmtilegu Soffíu Dögg, fagurkera.

 

Tengdar fréttir

Nýjast