Skattagögn keypt á 30 milljónir

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur gengið frá kaupum á gögnum úr skattaskjólum fyrir 30 milljónir króna en þau gefa embættinu færi á að skoða upplýsingar sem tengja Íslendinga við 400 til 500 skattaskjól.


Ríkisstjórnin samþykkti í apríl síðastliðnum aukafjárveitingu til að fjármagna kaup á þessum gögnum, en skattrannsókmarstjóri fékk sýnishorn af þeim í fyrravor sem gáfu það fyllilega til kynna að ástæða væri til að kaupa umtalsvert magn af þeim.


Bryndís segir að nú starfi hópur manna innan embættisins að því að fara yfir gögnin og meta næstu skref í málinu en ljóst sé að í mörgum tilvikum, þó ekki öllum, hafi ekki verið talið rétt fram af þeim aðilum sem hafa notfært sér skattaskjól. Það er því ljóst að all margir landsmenn eiga von á verulegum glaðningi frá skattayfirvöldum á næstunni.