Sigmundur niðurlægði gunnar braga!

Þegar örlög Grikklands eru að ráðast þá mætir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til Brussel til að útskýra vitlausa bréfið hans Gunnars Braga frá í vetur. Taktleysið varðandi heimsókn Sigmundar er algert.

Þetta skrifar Ólafur Jón Sívertsen í nýjasta pistli sínum á hringbraut.is, vel kunnugur innviðum íslenskrar stjórnsýslu, ekki síst í diplómasíunni. Hann metur það svo að Sigmundur Davíð hafi valtað yfir flokksbróður sinn og utanríkisráðherra í þessari óvæntu Brusselför sem ekki einu sinni utanríkisráðuneytið vissi af: \"Í fyrsta lagi tímasetningin,\" segir hann þegar hann ræðir um taktleysi forsætisráðherrans, \"enda hafa ráðamenn í Brussel engan tíma og engan áhuga á að tala við hann, og allra síst núna. Í öðru laga fer forsætisráðherra inn á verksvið utanríkisráðherra og niðurlægir hann með þessu brölti. Samkvæmt mínum heimildum innan úr utanríkisráðuneytinu eru ráðamenn þar á bæ alveg fjúkandi illir út af þessu og líta þannig á að þessi ferð Sigmundar Davíðs hafi verið óþörf, árangurslaus og truflandi.\"

Ólafur Jón þykist vita hvað hafi dregið Sigmund Davíð til Brussel: \"... hér er á ferðinni enn ein örvæntingarfulla tilraunin hans til að reyna að breyta umræðunni í samfélaginu og að vekja á sér athygli. Hann er í öngum sínum út af skelfilegum niðurstöðum í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Sigmundur Davíð heldur að hann geti híft upp fylgið með því að vera áberandi í fjölmiðlum. En þar skjátlast honum hrapallega. Því meira sem hann sýnir sig, þeim mun minna mælist fylgið hjá Framsókn.\"

Hægt er að lesa fjörlegan pistilinn í heild sinni hére til hliðar á forsíðu vefjarins.

 

Sigmundur Davíð kom fram í sjónvarpi og belgdi sig út bísperrtur eftir “fund” með Juncker. Staðreyndin er sú að þeir hittust einungis í nokkrar mínútur, einkum til að láta taka af sér mynd saman eins og tíðkast þegar stjórnmálamenn banka upp á hjá ráðamönnum í Brussel. Búið var að skrifa fréttir af “fundinum” daginn áður og semja um hvar þar ætti að standa. Hér var því á ferðinni eintóm sýndarmennska af hálfu Sigmundar Davíðs.