Rosalegasti eldhuga þáttur til þessa

Snædís fer út fyrir landssteinana og eltir þá Eyþór Reynisson, Einar Sigurðsson og Ingva Björn Birgisson til Hollands þar sem þeir keppa á einu stærsta mótorkrossmóti í Evrópu, MXON.

 Ungu mennirnir kepptu sem teymi fyrir hönd íslands og stóðu sig með príði. Frítt föruneyti fylgdi strákunum en talið er að hátt í 100 íslendingar hafi farið að fylgjast með keppninni og áhorfendur á tug þúsundum. 

 „Það var ótrúlegt að fylgjast með strákunum í þessum aðstæðum, maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir hraðanum, drullunni, keppnisskapinu og hættunum sem þessu fylgir“ – segir Snædís eftir helgina. 

\"\"\"\"

Félagarnir Einar Sigurðsson (t.v.) og Eyþór Reynisson (t.h.) eftir aðalkeppnina. 

Fylgist með Eldhugum í kvöld kl 21:30