Ritstjórarnir: klókindi sdg eru að fara beint á ská í umræðuna

Sigmundur Davíð er náttúrlega fyrst og fremst klókur stjórnmálamaður og passar sig á því að fara ekki þvert á umræðuna, heldur beint á ská - og ýfir hana upp, þvert á smekk hinnar venjulegu og viðurkenndu pólitíkur sem lítur á sig sem heilaga og góða.

Svona er umræðan í Ritstjórum kvölfdsins þar sem Einar Karl Haraldsson og Hallgrímur Thorsteinsson, tveir þrautreyndir fjölmiðlamenn greina helstu fréttamál líðandi stundar; sterka útkomu Miðflokksins í nýjum skoðanakönnunum, á kostnað líka Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, en stærstur hluti þáttarins er umræða um eftirmál Samherjamálsins - og alla pólitíkina þar að baki.

Allt hefst þetta klukkan 21 í kvöld.