Regína fékk ekki að vita um skilnað foreldranna: „ég fæ bara að vita það sem ég sé og heyri“

Regína Sjöfn Sveinsdóttir leikur Þórkötlu í Pabbahelgum en þættirnir hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. Höfundur þeirra er Nanna Kristín Magnúsdóttir. Regína segir í viðtali á RÚV að hún hafi sjö ára gömul byrjuð að leika á sviði.

Regína lýsir Þórkötlu sem venjulegri stelpu. Hún sé engin vandræðaunglingur, heldur ósköp venjuleg sem sé að takast á við skilnað foreldra sinna.

Regína greinir frá því að hún hafi ekki fengið að vita baksöguna í Pabbahelgum, á þeim tíma sem hún var að búa sig undir hlutverkið. Eina sem henni var sagt af Nönnu Kristínu var að foreldrar hennar í þáttunum væri ósáttir. Regína segir:

„Mér fannst [Það] ótrúlega flott því það er eins og þetta er í alvörunni, ég fæ ekki að vita alla söguna hjá foreldrum mínum. Ég fæ bara að vita það sem ég sé og heyri.“

Hér má horfa á viðtal við þessa efnilegu leikkonu.