Ólafur ragnar segir íslendingum að hætta að borða kjöt

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands hefur dregið úr kjötneyslu. Telur Ólafur Ragnar að með því sé tekið mikilvægt skref til að forða mannkyninu frá loftslagsbreytingum. Í fimmta þætti af Hvað höfum við gert? sem er á dagskrá RÚV á sunnudagskvöld er meðal annars fjallað um hvað Íslendingar geta gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

„Þegar þáverandi formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom til Íslands og var spurður að því, hvað er mikilvægasta aðgerðin sem við getum sem mannkyn gert til þess að forða loftslagsbreytingum. Svarið var einfalt: Hætta að borða nautakjöt,“ segir Ólafur Ragnar og bætir við:

„Ég hef þess vegna breytt  fæði mínu þannig að það er orðið loftslagsvænna en það var áður.“