Ögmundur og grímsstaðir

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, verður helsti gestur hádegisútvarps Þjóðbrautar í dag.

Sigurjón M. Egilsson, sem er stjórnandi þáttarins, mun tala við Ögmund um sölu Grímsstaða, en Ögmundur hefur lengi barist fyrir að land sé ekki selt til erlendra auðmanna, eins og nú hefur verið gert.

„En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara,“ segir Ögmundur meðal annars á heimasíðu sinni; ogmundur.is.

Meira í hádeginu í dag.

Hægt er að hlusta á hringbraut.is og þessar eru tíðnir útvarpsins:

89,1 - Reykjavík
91,7 - Blönduósi
91,1 - Sauðárkróki
89,9 - Egilsstöðum
89,9 - Selfossi
87,7 - Akureyri