Mynd dagsins: „svona var sólsetrið í gærkvöldi, síðasta dag þinn í þessu lífi“

Mynd dagsins birti Pétur Ormslev á Facebook-síðu sinni nú í kvöld. Pétur er einn besti miðjumaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Hann gerði garðinn frægan í Þýskalandi og þá var hann á þeim tíma potturinn og pannan í liði Fram. Hann var knattspyrnumaður sem gat unnið leiki upp á eigin spýtur og má segja að hann hafi verið hjartað í liðinu. En hann var ekki aðeins frábær knattspyrnumaður. Hann var góður vinur Atla Eðvaldssonar, en Atli féll frá í gær eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Eins og flestir vita var Atli einn af okkar bestu knattspyrnumönnum og snerti hjörtu margra Íslendinga með persónuleika sína og göldrum á knattspyrnuvellinum.

Pétur birtir eins og áður segir mynd dagsins og sendir Atla vini sínum kveðju:

„Einn mikilvægasti vinur í lífi mínu er horfinn á braut. Eldhugi er orðið sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til Atla vinar míns. Hann hefur verið mér mikils virði gegnum lífið og öll samtölin okkar um fótbolta og aðra hluti verða ekki fleiri að sinni.

Svona var sólsetrið í gærkvöldi, síðasta dag þinn í þessu lífi. Friðsæld og kyrrð einkennir hann og fuglinn sem flýgur á vit nýrra ævintýra er táknrænn.

Hvíl í friði elsku vinur“

\"\"

\"\"