Komið að uppgjöri í framsókn

 „Mér sýnist á öllu að það sé kannski að koma að einhverju uppgjöri, ég átta mig ekki alveg á því,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auð- lindaráðherra, og vísar í máli sínu til þeirrar stöðu sem nú er uppi meðal forystu Framsóknarflokksins. Hún segir núverandi formann og varaformann flokksins báða vera „stórkostlega menn“.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigrún segir þarna hið augljósa, það sem aðrir flokksmenn hafa ekki þorað, eða vilja nefna, að framundan er uppgjör. Sigurður Ingi, sem er pólitískur leiðtogi Framsóknar um þessar mundir hefur sagt að hann verði ekki áfram varaformaður verði Sigmundur Davíð áfram formaður flokksins.